Um meðferðina

Meðferð hjá Heimilisfriði byggist á einstaklingsviðtölum. Boðið er uppá fjarviðtöl þegar þess er þörf. 

 

Meðferð hefst á allt að 4 greiningarviðtölum, þar sem vandinn er metinn og lagt á ráðin um framhaldið. Sjálf meðferðin er alltaf einstaklingsmiðuð og ekki bundin ákveðnum tímamörkum og getur því meðferð hjá Heimilisfriði verið allt frá nokkrum tímum upp í langtímameðferð. 

 

Mökum er boðið upp á 2 viðtöl, við upphaf og lok meðferðar. Í þessum viðtölum er lagt mat á öryggi maka og barna, ef einhver eru, auk þess sem makanum gefst færi á að segja sína sögu og dýpka þannig innsýn meðferðaraðila í vandann. 

 

Pörum er stundum vísað í parameðferð að undangenginni einstaklingsmeðferð og í sumum tilfellum tekur hópmeðferð við af einstaklingsmeðferð. 

 

Meðferð vegna ofbeldis gegn maka er niðurgreidd af Félagsmálaráðuneytinu og kostar hvert skipti 3.000 kr. 

Scroll to Top