Meðferð fyrir karla/konur sem beita ofbeldi

Heimilisofbeldi er alvarlegt vandamál. Það fer þó leynt og því fylgir mikil skömm fyrir alla sem málið varðar.

Ofbeldið getur birst í ýmsum myndum:
– líkamlegt ofbeldi
– andlegt ofbeldi
– skemmdir á hlutum/eignum
– kynferðislegt ofbeldi
– fjárhagslegt ofbeldi
– rafrænt ofbeldi

Ljóst er að ofbeldi í nánum samböndum er alvarlegt lýðheilsuvandamál sem snertir margar fjölskyldur. Vitað er að þolendur og gerendur eru af báðum kynjum.

Ef þú þekkir einhvern sem hefur beitt eða verið beittur ofbeldi á heimilinu getur þú gert honum/henni greiða með því að benda á hvað hægt er að gera í málinu.

Þeir sem vilja losna úr viðjum ofbeldisbeitingar býðst aðstoð.
Fáðu hjálp og breyttu lífi þínu og þinna. 

Upplýsingar og viðtalsbeiðnir í síma: 555 3020

Fyllsta trúnaðar er gætt

Taktu ábyrgð, hringdu strax!

Einkaviðtal kostar 3.000 krónur

Velferðarráðuneytið styrkir starfsemi Heimilisfriðar
Í gildi er þjónustusamningur milli Velferðarráðuneytisins og Heimilisfriðar um sérhæfða sálfræðiþjónustu fyrir konur og karla sem beitt hafa maka sína ofbeldi. Í samningum felst að Heimilisfriður veiti gerendum ofbeldis í nánum samböndum einstaklings- og hópmeðferð.