Fáðu hjálp og breyttu lífi þínu og þinna

Hringdu strax í síma 555 3020

Hvað er ofbeldi?

Ofbeldi er alvarlegt vandamál. Það fer þó leynt og því fylgir mikil skömm fyrir alla sem málið varðar. Líkamlegt ofbeldi er algengasta hugmynd flestra um ofbeldi, þ.e að slá, sparka, kýla osfrv. Aftur á móti getur ofbeldi birst í ýmsum myndum:  

  • líkamlegt ofbeldi  
  • andlegt ofbeldi
  • skemmdir á hlutum/eignum  
  • kynferðislegt ofbeldi  
  • fjárhagslegt ofbeldi   
  • stafrænt/rafrænt ofbeldi 

Ofbeldi í nánum samböndum er ofbeldi gagnvart maka, börnum, núverandi eða fyrrverandi fjölskyldumeðlimum. Ljóst er að ofbeldi í nánum samböndum er alvarlegt lýðheilsuvandamál sem snertir margar fjölskyldur. Allar birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum eiga það sameiginlegt að valda ótta og óöryggi hjá þeim sem fyrir því verður. Vitað er að þolendur og gerendur eru af báðum kynjum. 

 

Ef þú þekkir einhvern sem hefur beitt eða verið beittur ofbeldi á heimilinu getur þú gert honum/henni greiða með því að benda á hvað hægt er að gera í málinu.[Text Wrapping Break]Þeir sem vilja losna úr viðjum ofbeldisbeitingar býðst aðstoð.[Text Wrapping Break]Fáðu hjálp og breyttu lífi þínu og þinna. 

 

Er ég að beita ofbeldi?

Hefur þú velt því fyrir þér hvort þú sért ógnandi við þína nánustu? Stafar þínu nánasta fólki ógn af þér? Er það hrætt við þig eða viðbrögð þín? Hefur þér verið bent á að framangreint eigi við um þig? Eigi þetta við um þig þá er hjálp að finna. Kannaðu málið betur með fagmönnum Heimilisfriðar.

Hvernig er þjónusta Heimilisfriðar?

Hjá Heimilisfrið er veitt meðferð fyrir fólk sem beitir ofbeldi í nánum samböndum. Hjá Heimilisfriði starfar fagfólk með sérþekkingu á ofbeldismálum. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð auk þess sem parameðferð er stundum í boði að undangengninni einstaklingsmeðferð. Þá er Heimilisfriði ætlað að miðla fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings. Þessu hlutverki sinna starfsmenn Heimilisfriðar ötullega og hafa sinnt fræðslu um allt land fyrir hina ýmsu hópa. 

 

Fyllsta trúnaðar er gætt og hver viðtalstími kostar 3000 kr.  

Hverjir geta leitað til Heimilisfriðar? ​

Hjá Heimilisfriði er tekið á móti öllum þeim sem telja sig þurfa aðstoð til þess að hætta að beita maka sinn ofbeldi. 

Þungamiðja meðferðarinnar er að taka ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og í framhaldinu þróa leiðir til að takast á uppbyggilegan hátt við það sem upp kemur í samskiptum við maka. 

Hægt er að panta viðtal í síma 555-3020 

Scroll to Top