Hvað er ofbeldi?

Ofbeldi er alltaf alvarlegt vandamál. Ofbeldi er ekki bara að slá, sparka eða kýla 

Líkamlegt ofbeldi

Líkamlegt ofbeldi er þegar afli er beitt gegn annarri manneskju óháð því hvort af hljótist skaði eða ekki, ásamt því að halda aftur af nauðsynlegum líkamlegum þörfum.

Dæmi:

Slá, kýla, sparka, klípa, hrinda, klóra, bíta, skalla, rífa í hár, lemja, brenna, kverkatak

Hindra líkamlegt frelsi, meina aðgang, halda föstum, halda gíslingu

Beiting vopna

Neita aðgangi að líkamlegum nauðsynjum (t.d. skjól, fæða, svefn, lyf)

 

Andlegt ofbeldi

Andlegt ofbeldi er að skaða, hræða eða særa á máta sem er ekki beinlínis líkamlegur. Að nota beinar eða óbeinar hótanir eða yfirgang til þess að stjórna og stýra annarri manneskju.

Dæmi:

Bein hótun

Óbein hótun

Niðurlægja eða auðmýkja

Ýkt afbrýðisemi

Einangrun

Stjórnsemi

Tilfinningalegt ofbeldi

Andlegt ofbeldi getur verið í formi orðaskipta eða líkamstjáningar.

Dæmi:

Öskra á maka

Uppnefna

Gera lítið úr

Hóta eða ógna (beint eða óbeint)

Segja maka ruglað/a/ann eða geðveik/a/ann/t

Kenna maka um eigin vanlíðan

Einangra maka frá vinum og fjölskyldu

Láta maka líða eins og maki sé föst/fastur/fast í sambandinu

Ýkt afbrýðisemi, stjórnsemi

 
 

Kynferðislegt ofbeldi

Kynferðislegt ofbeldi er athæfi sem á einhvern hátt skaðar eða brýtur gegn kynfrelsi annarar manneskju. Dæmi um kynferðislegt ofbeldi getur verið að þrýsta á eða þvinga hinn aðilann til kynferðislegra athafna eða að hóta hinum aðilanum, til dæmis til samræðis.

Dæmi:

Nauðga

Þrýsta á eða krefjast kynlífsathafna sem maki kýs ekki

Láta maka stunda kynlíf með öðrum

Nota líkamlegt afl eða vald til að eiga kynmök við maka

Nota suð, samviskubit eða neyð til að fá kynlíf sem maki kýs ekki 

Nýta sér vímuástand, svefn eða viðlíka til að koma sínu fram

Krefjast kynlífs eftir rifrildi eða ofbeldisatvik til að maki sanni og sýni að maki sé búin/nn/ð að fyrirgefa (make up sex)

Kynferðislega móðgandi og niðurlægjandi ummæli

Hluta ofbeldi

Hluta ofbeldi er að skemma eða hóta því að skemma hluti á heimilinu.

Dæmi:
Grýta hlutum og brjóta
Skella aftur hurðum
Kasta einhverju í maka
Hóta eða skemma eigur maka til þess eins að særa eða meiða
Berja eða sparka í hluti (borð, hurðir, veggi o.s.frv.)

Stafrænt ofbeldi

Stafrænt ofbeldi er þegar ofbeldi er beitt með notkun stafrænnar tækni.

Dæmi:

Senda maka nektar- eða kynlífsmyndir af sér gegn vilja maka

Senda/dreifa nektar- eða kynlífsmyndum af maka gegn vilja maka

Senda maka, eða þrýsta á maka að senda sér, skilaboð af kynferðislegum toga

Skrá sig inn á samfélagsmiðla í nafni maka

Stýra því hverjir eru vinir maka á samfélagsmiðlum og hverjir ekki

Stýra því hverja maki má tala við og hverja ekki

Senda stanslaust skilaboð í gegn um síma eða viðlíka

Hóta að birta nektar/kynlífsmyndir og/eða myndbönd af maka, eða senda til ættingja, vina eða vinnufélaga

 

Fjárhagslegt ofbeldi

Fjárhagslegt ofbeldi er þegar fjárhagur er notaður til að stjórna maka.

Dæmi:

Banna maka að vinna

Taka launin af maka

Skammta maka peninga

Skrá skuldir á maka en eignir á sig

Taka mikilvægar fjárhagslegar ákvarðanir án þess að ræða við maka

Ráðstafa sameiginlegum fjármunum í óþarfa (áfengi, vímuefni…)

Nota fjárhagslega yfirburði til að koma sínu fram

Dulið ofbeldi

Dulið ofbeldi verður til þegar ekki er lengur þörf á eiginlegu ofbeldi.

Dæmi:

Ógnandi áminning um vald og ógnarstjórn sem lætur maka fyllast af ótta og vanmætti

Hækka örlítið róminn

Segja lítið orð eins og „jæja“ sem eins konar lykilorð

Scroll to Top