Námskeið

Einföld og skilvirk reiðistjórnun – ESR kerfið

ESR-kerfið er afsprengi margra ára þróunarvinu á vegum ATV í Noregi, sem sérhæfir sig í meðferð gegn ofbeldi í fjölskyldum. Nálgunin hentar vel til meðferðar við reiðivanda, árásargirni og ofbeldi í nánum samböndum.

 

ESR-kerfið er upprunalega þróað með einstaklingsmeðferð í huga en hentar einnig í hópum, jafnt með fullorðnum, ungmennum og jafnvel börnum.

 

ESR-kerfið hentar vel fyrir framlínufólk í félagsþjónustu, barnavernd og annarstaðar þar sem unnið er með viðkvæmum hópum og einstaklingum með reiðivanda. ESR kerfið er skýrt og einfalt í notkun, bæði fyrir meðferðaraðilann og skjólstæðinginn. ESR-kerfið kemur ekki í stað meðferðar þegar um ofbeldi í nánum samböndum er að ræða, en kerfið er þó mikilvægt fyrsta skref í að stöðva ofbeldi eða fækka ofbeldisatvikum.

Þjálfun og handleiðsla

Heimilisfriður veitir þjálfun og handleiðslu í beitingu ESR kerfisins. Fyrirkomulag þjálfunar:

  • Námskeið þar sem sérfræðingur á veg um Heimilisfriðar kynnir efnið og kennir notkun þess skref fyrir skref. Námskeiðið er 4 tíma, hámark 8 þátttakendur.
  • Hóphandleiðsla fyrir þátttakendur, mánuði eftir námskeið og svo aftur að loknum 3 mánuðum. Handleiðsla fer fram í gegnum netið og varir í 1 klst í senn.

Allir sem sitja námskeiðið fá handbók fyrir meðferðaraðila og pdf útgáfu af spurningalistum í meðferðarbæklingi.

20 eintök af meðferðarbæklingnum fylgja námskeiðinu. Allir sem sitja námskeiðið geta keypt fleiri meðferðarbæklinga frá Heimilisfriði eftir þörfum, bæklingurinn er líka til á ensku.

 

Verð á námskeiði með handleiðslu, allt að 8 þátttakendur: 465 þús.

 

Hafið samband á heimilisfridur@salfraedistofan.is til að panta námskeið eða senda fyrirspurnir.

Scroll to Top