Það er ekki alltaf augljóst hvort um ofbeldi er að ræða. Hér er sjálfspróf sem hjálpar þér að meta hvort þú þarft að endurskoða hegðun þína. Hér má sjá mismunandi tegundir ofbeldis í allri sinni breidd. Ef þú ert ekki viss, eða ef þig grunar að þú gætir verið að beita einhverskonar ofbeldi þá ertu velkomin í viðtal hjá Heimilisfriði.
Hver svarar í símann?
Þegar hringt er í númerið 555 3020 svarar ritari Heimilisfriðar, ritari mun bjóða þér tíma eða setja þig á biðlista.
Hver les tölvupóstinn?
Ef þú sendir tölvupóst á netfangið heimilisfridur@salfraedistofan.is eru það sálfræðingar sem starfa innan Heimilisfriðar sem lesa og svara erindi þínu.
Hvar mæti ég?
Heimilisfriður er til húsa hjá Sálfræðistofunni Höfðabakka, þar starfar fjöldi meðferðaraðila sem sinna almennri sálfræðiþjónustu og því allskonar skjólstæðingar sem koma þangað. Hvergi sést hverjir leita til Heimilisfriðar og hverjir eru að sækja annars konar sálfræðiþjónustu á stöðinni
Hvern hitti ég?
Þegar þú mætir í fyrsta sinn hittir þú sálfræðinginn sem tekur við þínu máli. Hjá Heimilisfriði starfa 4 sálfræðingar sem allir hafa meðferðarreynslu og sérþekkingu á þínum vanda auk fjölskyldufræðings sem vinnur með pör með ofbeldisvanda.