Fáðu hjálp og breyttu lífi þínu og þinna

Hringdu strax í síma 555 3020

Hvað er ofbeldi?

Ofbeldi er alltaf alvarlegt vandamál. Ofbeldi er ekki bara að slá, sparka eða kýla 

 

Andlegt ofbeldi

Þegar þú notar orð til að skaða, særa, niðurlægja eða stjórna maka þínum.

Stafrænt ofbeldi

Þegar þú notar rafræna miðla til að stjórna, fylgjast með eða niðurlægja maka þinn.

Líkamlegt ofbeldi

Þegar þú veldur maka þínum líkamlegu skaða, neitar maka um svefn eða mat, eða heldur maka þínum föstum.

Kynferðislegt ofbeldi

Þegar þú þrýstir á eða þvingar maka þinn til kynferðislegra athafna sem maki hefur ekki löngun til.

Hluta ofbeldi

Þegar þú eyðileggur eða hótar að eyðileggja eigur maka þíns eða hluti á heimili ykkar.

Fjárhagslegt ofbeldi

Þegar þú stjórnar maka þínum með peningum eða hindrar maka í að afla sér tekna.

Ofbeldi er sérhver valdbeiting sem beinist að annarri manneskju þar sem þú með atferli þínu skaðar, meiðir, hræðir eða særir og/eða færð viðkomandi til að gera eitthvað gegn eigin vilja eða hætta að gera það sem hann vill.


Ofbeldi gegn maka er ekki einstaka rifrildi heldur ofbeldisfull hegðun sem er endurtekin og beinist gegn einhverjum sem þú átt eða hefur átt í nánu sambandi við.

Ofbeldi í nánum samböndum er ofbeldi gagnvart maka, núverandi eða fyrrverandi. Allar birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum eiga það sameiginlegt að valda ótta og óöryggi hjá þeim sem fyrir því verður. Ofbeldi er alltaf bannað – og við ofbeldishegðun er hægt að fá góða og árangursríka aðstoð! Það er til leið út úr ofbeldishegðun.

Ofbeldi í nánum samböndum fer yfirleitt leynt og því fylgir mikil skömm fyrir alla sem málið varðar. Ofbeldi þrífst best í þögn – segðu frá!

Bæði þolendur og gerendur geta verið af öllum kynjum. Ef þú þekkir einhvern sem hefur beitt eða verið beittur ofbeldi á heimilinu getur þú gert honum/henni greiða með því að benda á hvað hægt er að gera í málinu.

Ef þú hefur beitt maka þinn ofbeldi getum við hjálpað þér. Fáðu hjálp og breyttu lífi þínu og þinna.

Scroll to Top