Rifjaðu upp atvik í fortíðinni þar sem þér fannst eða þér var sagt að þú varst of
árásargjörn/-gjarn. Hefur þú þá hugsað eitthvað í þessa veru um þín eigin viðbrögð?
(Settu kross við þær hugsanir sem þú kannast við)
__ Ég er í fullum rétti að bregðast við eins og ég geri
__ Þetta beinist að þeim sem eiga það skilið
__ Þegar aðrir vita vel hvað gerir mig reiða/nn eiga þeir ekki að ögra mér
__ Ég get ekki hamið mig
__ Það að ég verð svona reið/ur er ekki vandamál
__ Það er bara nauðsynlegt að ég verði svona reið/ur
__ Þetta er hinum að kenna
__ Hinir byrjuðu
__ Hinir verða bara að þola þetta
Fjöldi X __
Ef þú hefur sett X við eitthvað af þessu getur verið að þú leyfir sjálfri/sjálfum þér að springa og sért þá með ákveðinn viðhorfsvanda. Þú gefur þér þá afsökun eða réttlætingu til að bregðast við eins og þú gerir. Þú gefur sjálfri/sjálfum þér leyfi. Ef þú þekkir þetta þarft þú að skoða þín eigin viðhorf til þessarar hegðunar.
Per Isdal, Atv 2015, þýð. Andrés P. Ragnarsson Heimilisfriður