Ég hef stundum hugsað eða heyrt eftirfarandi…
(Settu kross við þau atriði sem þú þekkir hjá sjálfum/sjálfri þér)
__ Mér finnst ég verða of reið/ur – of oft
__ Aðrir segja að ég verði of reið/ur – of oft
__ Ég hræði aðra
__ Mér finnst ég missa stjórn
__ Ég skammast mín fyrir eigin hegðun
__ Aðrir skammast sín fyrir hegðun mína
__ Ég særi / meiði aðra
__ Ég missi vini og traust fólks í kringum mig
__ Ég hegða mér á hátt sem ég samþykki ekki hjá öðrum
__ Mér er sagt að ég sé of árásargjarn/-gjörn
Fjöldi X __
Ef þú hefur svarað “já” og sett X við eitthvert þessara atriða, þá telur þú og sérð (út frá þinni eigin sjálfmynd og/eða mynd annarra af þér) að þú eigir við reiðivanda að etja sem getur verið gott að vinna með.
Per Isdal, ATV 2015 – þýð. Andrés P. Ragnarsson Heimilisfriður